05.06.2023
Brátt mun þessi síða verða lögð niður og allar fréttir verða birtar á vef Bí undir Búgreinadeild Hrossabænda https://www.bondi.is/bugreinadeildir/hrossabaendur, en það er nýtt vefsvæði deildarinnar. Mest öll starfsemi Félags hrossabænda fer nú fram undir Deild hrossabænda innan BÍ, en sama stjórn er í báðum félögum. Þá má benda á að fundargerðir stjórnar búgreinadeildarinnar er hægt að nálgast á Bændatorgi, sem er lokuð vefsíða fyrir meðliðmi Bændasamtakanna.
25.04.2023
Fundarferð með Elsu Albertsdóttur ræktunarleiðtoga íslenska hestsins og Nönnu Jónsdóttur formanni fagráðs í hrossarækt og deildar hrossabænda Bændasamtaka Íslands.
18.04.2023
Búgreinadeild hrossabænda Bændasamtaka Íslands vill koma á framfæri að á Búgreinaþingi Hrossabænda 2023 var samþykkt að
forsenda tilnefningar til ræktunarbús ársins miðist við fulla félagsaðild í
Bændasamtökunum
fyrir 1. maí ár hvert.
Ekki er gerður greinarmunur á hvort ræktandi sé persóna eða skráð kennitala fyrirtækis. Aðrar forsendur fyrir tilnefningu eru óbreyttar.
Stjórn Búgreinadeildar hrossabænda.
24.01.2023
Búgreinaþing (aðalfundur) hrossabænda verður haldið miðvikudaginn 22. febrúar 2023 á Hótel Natura Reykjavík.
16.11.2022
Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins
04.04.2022
Þann 25 mars síðastliðin var undirritaður nýr samningur í Matvælaráðuneytinu, um markaðsverkefnið Horses of Iceland. Samkvæmt samningnum mun ráðuneytið verja allt að 25 milljónum gegn jafnháu mótframlagi aðila úr greininni næstu þrjú ár. Tilgangur verkefnisins er að byggja upp orðspor íslenska hestsins á völdum erlendum mörkuðum til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Íslandsstofa annast rekstur verkefnisins sem hefur verið starfrækt frá því árinu 2016. Þau félagasamtök sem koma að verkefninu eru Landssamband hestamannafélaga, Félag tamningamanna og Félag Hrossabænda sem er nú Deild Hrossabænda, en félagið hefur stutt verkefnið frá upphafi.
Frá því verkefnið hófst hefur náðst góður árangur í markaðsstarfinu og útflutningur aukist á ný, eftir samdrátt árin á undan. Síðastliðið ár var metár í útflutningi íslenskra hrossa, en alls voru 3341 hross flutt úr landi.
Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu: „Það er mjög ánægjulegt að geta tryggt áframhaldandi markaðsstarf í þágu íslenska hestsins og hagsmunaaðila í greininni. Það hefur verið mikill stígandi í starfinu og aukinn áhugi á þessum knáa hesti. En það er enn starf að vinna og tækifæri til að sækja á nýja markaði.“
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra:„Það er ljóst að það samhæfða markaðsstarf sem Horses of Iceland hefur staðið fyrir síðastliðin fjögur ár hefur borið árangur og því er það í senn ánægjulegt og mikilvægt að styðja við það áfram.“
03.04.2022
Regarding the video “Iceland - Land of the 5000 blood mares” made by AWF/TBS (ANIMAL WELFARE FOUNDATION / TIERSCHUTZBUND ZURICH):
The Horse Breeders Association of Iceland condemns all ill treatment of animals.
The Icelandic Food and Veterinary Authority which oversees the operation, has referred an investigation on the alleged ill treatment of blood harvesting mares, which was revealed in the aforementioned video, to the police.
In December, a taskforce was appointed by the Minister of Food, Fisheries, and Agriculture, to examine all aspects of the case. Following this review, a decision will be made on the future of this farming, and Parliament will decide whether this will be banned.
The board of the Horse Breeders Association submits comments to the committee and the public will also be given the opportunity to comment on the group's work and proposals on the Government's Consultation Portal when they are available. The group is due to submit its proposals to the minister before June 1st, 2022.
11.02.2022
Sú breyting var samþykkt á aðalfundi Félags hrossabænda 11. des s.l að félagið flytti starf sitt formlega yfir í Bændasamtök Íslands, sem þýðir að áður nefnt Félag hrossabænda er nú, Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands. Það þýðir í raun ekki mikla breytingu á starfi eða áherslum félagsins, en það er breyting á aðild félagsmanna. Þau sem áður voru félagar í Félagi hrossabænda færast ekki sjálfkrafa yfir í Deild hrossabænda, heldur þarf fólk að skrá sig sjálft. Þau sem stunda blandaðan búskap skrá sig í deildir innan BÍ eftir hlutfallslegu umfangi í hverri grein. Formleg breyting Félags hrossabænda yfir í Deild hrossabænda átti sér stað um áramótin sl.
30.12.2021
Takk fyrir árið kæra hestafólk.
Það er við hæfi kæru félagar að líta um öxl og rifja upp það helsta í lok árs sem og láta sér hlakka til komandi árs. Ég ætla í þessari stuttu grein ekki að fjalla mikið um kórónaveiruna en faraldurinn hefur auðvitað haft áhrif á okkar líf og starf þó svo að hrossaræktarstarfið og hestamennskan hafi haldið sínu striki ótrúlega vel. Við vonum auðvitað að komið sé að endasprettinum og að lífið komist í eðlilegra horf sem allra fyrst.
Til komandi sumars horfum við með tilhlökkun enda ætlum við að halda glæsilegt landsmót hestamanna á Hellu og erum vongóð um að aðstæður á Íslandi og í heiminum verði þannig að það gangi allt saman upp. Dagskrá landsmótsins hefur verið kynnt, metnaðarfull og ræður bjartsýnin ein ríkjum á þeim bænum. Á mótið mæta kynbótahrossin til dóms að nýju eins og verðið hefur undanfarin landsmót og síðan keppt bæði í gæðinga og íþróttakeppni sem er nýbreyttni á landsmóti. Þannig að nóg verður um að vera enda saman kominir bestu knapa og gæðingar landsins og sagt er að framkvæmdarstjóri mótsins lofi sól og blíðu alla daganna.
Félagsmál hrossabænda hafa verið talsvert fyrirferðamikil í starfi félagsins á þessu ári en það var ljóst eftir að Bændasamtök Íslands innleiddu nýtt félagsform s.l. sumar, svokallaða beina aðild, að öll búgreinafélögin þyrftu að taka ákvörðun hvernig þeirra félagsformi yrði háttað til framtíðar. Á aðalfundi Félags hrossabænda 13. nóvember og á framhaldsfundi aðalfundar 11. desember var tekin ákvörðun um að félagið verði að deild innan Bænasamtakanna frá og með 1. janúar 2022. Í deild hrossbænda verður unnið að okkar málefnum með sama hætti og áður enda hefur deild hrossabænda sínar samþykktir og markmið, þar sem allar helstu áherslur félagsins eru tilgreindar. Til þess að verða félagi í deild hrossabænda þarf fólk að skrá sig í Bændasamtökin, í deild hrossabænda og auðsóttar frekari skýringar hjá Bændasamtökunum um það ferli.
Við hestafólk urðum fyrir talsverðu áfalli núna í ár vegna umfjöllunar og umræðu um blóðtöku úr fylfullum hryssum og hafa síðustu mánuðir verið okkur öllum erfiðir og umræða mikil. Það var því góð lausn til að faglega og vel verði farið ofaní saumanna á þessu starfi að sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra skipaði starfshóp sem falið verður að skoða starfsemina, regluverkið og eftirlitið í kringum hana auk þess að skoða löggjöf og mögulega framkvæmd slíkrar starfsemi erlendis.
Á framhalds aðalfundi félagsins var í áliktun skorað á ráðherra að jafnframt verði skoðaðir heildarhagsmunir hrossaræktar og hestatengdrar starfsemi við ákvörðun um framtíð blóðtöku úr hryssum. Í greinargerð með ályktuninni kemur fram að fundurinn hafi áhyggjur af því að þessi starfsemi eigi ekki samleið með því umfangsmikla starfi sem tengist íslenska hestinum og geti skaðað ásýnd hans og orðspor.
En það er ánægjulegt að geta fagnað því að árið í ár er algert metár í útflutningi á hrossum en alls fara 3.341 hross út á árinu og er það þá annað árið í röð sem útflutningur eykst verulega. Hvað veldur þessari auknu eftirspurn er sjálfsagt samspil ýmissa þátta en við sem stöndum að markaðsverkefninu Horses of Iceland erum þess fullviss að sú markaðsvinna sem unnin hefur verið í því starfi undanfarin ár sé að skila sér með þessum hætti sem og áhuga á Íslandi og þurfum við að halda þeirri vinnu ótrauð áfram.
Mikil uppbygging hefur orðið í kringum hestahald á síðustu árum og mikill metnaður hjá hestafólki að standa að hestamennskunni af mikill prýði. Það má meðal annars sjá á þeim vaxandi fjölda fólks sem hefur sótt sér menntun í hestafræðum auk þess stóra hóps sem starfar við hestatengda starfsemi. Framhaldið verður því spennandi og okkar helstu sóknarfæri að vanda til verka en okkar besta auglýsing er og verður góður aðbúnaður okkar hrossa og ánægðir viðskiptavinir.
Um leið og ég þakka félagsfólki mínu og hestafólki öllu fyrir samstarfið á árinu sem er að líða, óska ég ykkur öllum gleðilegs nýs árs og hvet ég ykkur til að huga vel að hrossunum ykkar hvort sem er á húsi eða í haga áður en flugeldaæðið rennur á landsmenn.
Með hátíðarkveðju og óskum um gott og farsælt komandi ár.
f.h. Félags hrossabænda
Sveinn Steinarsson, formaður