Búgreinaþing (aðalfundur) Deildar hrossabænda 4. mars 2022

 

Sú breyting var samþykkt á aðalfundi Félags hrossabænda 11. des s.l að félagið flytti starf sitt formlega yfir í Bændasamtök Íslands, sem þýðir að áður nefnt Félag hrossabænda er nú, Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands. Það þýðir í raun ekki mikla breytingu á starfi eða áherslum félagsins, en það er breyting á aðild félagsmanna. Þau sem áður voru félagar í Félagi hrossabænda færast ekki sjálfkrafa yfir í Deild hrossabænda, heldur þarf fólk að skrá sig sjálft. Þau sem stunda blandaðan búskap skrá sig í deildir innan BÍ eftir hlutfallslegu umfangi í hverri grein. Formleg breyting Félags hrossabænda yfir í Deild hrossabænda átti sér stað um áramótin sl.

 

Búgreinaþing 3-4. mars

 Samkvæmt samræmdu starfi innan Bændasamtakanna þá munu öll búgreinafélögin halda sín búgreinaþing (aðalfundi) 3-4. mars, en formleg setning fundarins verður 3. mars. 

 

 Búgreinaþing hrossabænda verður haldið 4 mars. 

 

 Allir félagar í Deild hrossabænda eiga seturétt á þinginu (en þurfa að skrá sig, sjá leiðbeiningar).  

 

Dagskrá fundarins verður kynnt betur síðar. 

 

Félagsaðild BÍ

Þeim félögum úr Félagi hrossabænda sem ekki hafa skráð sig í Deild hrossabænda innan BÍ, gefst kostur á að skrá sig til og með 16. febrúar og öðlast þannig seturétt á þinginu (aðalfundinum) sem haldinn verður 4.mars. Þetta er gert á grunni þess að viðkomandi hafi greitt félagsgjald í Félag hrossabænda á síðasta ári. 

 

Skráning á búgreinaþing er til og með 16. Febrúar

Félagar í félagi hrossabænda sem vilja sækja búgreinaþing 4 mars þurfa að:

  Skrá sig á búgreinaþing inn á www.bondi.is til og með 16 feb.

 

 Skrá sig í Bændasamtökin til og með 16 feb.

 

  Þeir sem vilja senda inn mál til umfjöllunar á Búgreinaþingi skulu gera það í síðasta lagi 16. febrúar. 

 

Þeir sem vilja fá aðstoð við skráningu í BÍ geta haft samband við Guðrúnu Birnu í síma 563-0300 eða á netfangiðgudrunbirna@bondi.is

 

Búnaðarþing verður haldi 31. mars – 1. apríl.

Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands verður haldið dagana 31. mars -1. apríl á hótel Natura í Reykjavík.  Deild hrossabænda mun kjósa 2 fulltrúa til setu á Búnaðarþingi á Búgreinaþinginu.