Málefni hrossaræktarinnar og hestamanna - Fundarferð um landið

Almennir fundir um málefni hrossræktarinnar og félagsstarfsins verða haldnir um landið í október, þegar Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Elsa Albertsdóttir ræktunarleiðtogi íslenska hestsins verða á ferðinni. 

 

Helstu málefni sem tekin verða fyrir eru:   

  •  Breytingar á félagskerfi Félags hrossabænda 
  •  Markaðsmál
  •  Sýningarárið 2021 – helstu niðurstöður 

 

Fundirnir verða haldnir á eftirfarandi stöðum kl. 20:00

-       Mánudagurinn 11. október – Borgarfjörður, í Vindási félagsheimili Hestamannafélagsins Borgfirðings.

-       Þriðjudagurinn 12. október - Húnaþing, á Stóru-Ásgeirsá (Mjólkurhúsið).

-       Miðvikudagurinn 13. október – Hliðskjálf á Selfossi.

-       Mánudagurinn 18. október – Eyjafjörður, í Reiðhöllini á Akureyri.

-       Þriðjudagurinn 19. október – Skagafjörður, í Tjarnarbæ.

 

Hvetjum hestamenn og hrossaræktendur til að fjölmenna á fundina og nýta tækifærið til að kynna sér verkefnin og leggja sitt til málanna.