Félag hrossabænda er búgreinafélag hrossaræktarinnar á Íslandi og aðili að Bændasamtökum Íslands. Félagið var stofnað 19. apríl 1975 og starfar samkvæmt lögum um búfjárrækt, lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum og samþykktum Bændasamtaka Íslands.
Félag hrossabænda er opið öllum þeim er stunda, eða hafa áhuga á, ræktun íslenska hestsins. Félagið samanstendur af níu aðildarfélögum og ganga félagar í aðildarfélög á sínu svæði og öðlast þannig félagsaðild að Félagi hrossabænda. Í stjórn félagsins sitja fimm menn, kjörnir til þriggja ára í senn. Aðalfundur er haldinn ár hvert og þar eiga seturétt fulltrúar allra aðildarfélaga samkvæmt samþykktum FHB.
Félagið rekur skrifstofu í Bændahöllinni í Reykjavík. Núverandi stjórn skipa Sveinn Steinarsson formaður, Heiðrún Ósk Eymundsdóttir varaformaður, Vignir Sigurðsson gjaldkeri, Eysteinn Leifsson ritari og Guðný Helga Björnsdóttir meðstjórnandi.
Tilgangur félagsins er eftirfarandi:
Félagar í FHB fá frían aðgang að gagnagrunninum WorldFeng sem inniheldur upplýsingar um öll skrásett íslensk hross í heiminum. Að auki á FHB í samstarfi við Landbúnaðarháskóla Íslands og fleiri aðila um námskeið og aðra viðburði og njóta félagar vildarkjara við skráningu.