Helstu ræktunarafrek hjá HEÞ

Á haustfundi HEÞ voru efstu hross og ræktunarbú heiðruð. Þau bú sem tilnefnd voru að þessu sinni voru: Brúnir í Eyjafjarðarsveit, Garðshorn á Þelamörk, Litla-Brekka í Hörgársveit, Torfunes í Þingeyjarsveit, Sámsstaðir í Eyjafjarðarsveit og Ytra-Dalsgerði í Eyjafjarðarsveit.

Frumsýning á kynningarmyndbandi HORSES OF ICELAND

Þriðjudaginn 21. nóvember frumsýndu Íslandsstofa og markaðsverkefnið HORSES OF ICELAND nýtt kynningarmyndband um íslenska hestinn. Myndbandinu er ætlað að vera ein helsta stoðin í markaðsstarfinu og kemur í kjölfarið á vel heppnuðu “Gangtegunda­myndbandi” sem tæplega ein milljón manna hafa skoðað frá október sl.

Nýtt gangtegundamyndband

Nýtt myndband ýtir undir vinsældir íslenska hestsins um allan heim! HORSES OF ICELAND sendi nýlega frá sér myndband þar sem gangtegundir íslenska hestsins eru sýndar. Í myndbandinu eru allar fimm gangtegundir hestsins sýndar á eðlilegum hraða sem og í hægri sýningu til að auðveldara sé að glöggva sig á fótaröðun hverrar gangtegundar fyrir sig.

Heiðursviðurkenning Félags hrossabænda

Á aðalfundi Félags hrossabænda í haust var ákveðið að innleiða í starf félagsins að heiðra þegar ástæða þætti til aðila sem með starfi sínu hefði skilað hrossaræktinni, hestamennskunni eða á svið félagsmála hestamennskunar farsælu og uppbyggjandi starfi.

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.