Sölusýning Hrossaræktarsambands Skagfirðinga og Félags Hrossabænda

Fimmtudaginn 26. september kl 19:00 mun Hrossaræktarsamband Skagfirðinga og Félag Hrossabænda standa fyrir sölusýningu í Svaðastaðahöllinni á Sauðárkróki. Markmiðið með sýningunni er að búa til markaðsglugga og auðvelda þannig fólki að koma hestum sínum á framfæri. Bein útsending verður frá viðburðinum sem verður dreift víða á facebook og öðrum félagsmiðlum, þannig að

Sumarexem - Þróunarvinna með forvarnarbóluefni að komast á lokastig.

Rannsókn á sumarexemi og þróun á bóluefni til forvarnar hefur staðið yfir í fjölda mörg ár eins og þekkt er, en nú er komið að prófun bóluefnisins við raunverulegar aðstæður. Í það verkefni þarf 27 þæga og trausta hesta á aldrinum 6-12 vetra sem munu verða meðhöndlaðir (bólusettir) á Keldum og hefst það ferli í desember á þessu ári, en hestarnir verða síðan fluttir til Sviss í mars 2020. Félag hrossabænda mun hafa umsjón með að finna hross í verkefnið og munu fulltrúar þess um land allt leita til hesteigenda. Miðað er við að