31.12.2020
Þó svo að ekki hafi allt gengið samkvæmt áætlun árið 2020 þá getum við hestafólk ágætlega við unað. Við höfum getað stundað okkar áhugamál og tamningafólk atvinnu sína umfram marga aðra sem er þakkarvert. Vissulega hafa aðilar í hestaferðaþjónustu þurft að taka á sig mikið högg en vonandi mun næsta sumar reynast þeim farsælt. Mikil óvissa í upphafi líðandi árs setti óhug að fólki, áhrifin þekkjum við og er þeim líklega ekki alveg lokið. Með bóluefni hyllir sem betur fer undir breytingar og ætti seinni hluti ársins 2021 að verða líkari því sem við eigum að venjast hvað flest varðar. Gott útlit er fyrir að við getum við haldið okkar striki hvað varðar sýningar og mótahald en flestir leggja upp með að svo verði.
Eitt er þó sem getum við verið ánægð með á árinu sem ber vott um grósku í greininni, að afar vel hefur gengið að selja hross þetta árið en alls hafa 2.321 hross verið flutt úr landi sem er 53% aukning frá fyrra ári og hefur ekki verið jafn gott um árabil eða síðan árið 1997. Hrossasala innanlands hefur einnig verið góð þó að ekki séu nákvæmar tölur yfir það.
Það er vafalaust margt sem hefur áhrif á þessa góðu niðurstöðu en þar á meðal má nefna skipulagt markaðsstarf Horses of Iceland um árabil, markaðsstarf einstaklinga, hagstætt gengi, uppsafnaða þörf og vonandi líka aukinn áhugi á Íslandshestamennsku. Þetta er ánægjulegt ekki síst þar sem vaxandi fjöldi fólks hefur sótt sér menntun í hestafræðum og starfar við hestatengda starfsemi og þurfum við að halda áfram á þessari braut.
Lykillinn að góðri framtíð í hestamennskunni tel ég að felist fyrst og fremst í hrossunum, þau þurfa að vera við hæfi og getu hvers reiðmanns, traust og vel tamin og þola það mikla áreiti sem hestar í þéttbýli þurfa að standast.
Um leið og ég þakka félagsfólki mínu og hestafólki öllu fyrir samstarfið á árinu sem er að líða, óska ég ykkur öllum gleðilegs nýs árs og hvet ég ykkur til að huga vel að hrossunum ykkar hvort sem er á húsi eða í haga áður en flugeldaæðið rennur á landsmenn.
Með hátíðarkveðju,
f.h Félags hrossabænda
Sveinn Steinarsson, formaður
12.12.2020
Hér má nálgast myndbandið Hrossarækt 2020 sem framleitt er af Eiðfaxa. Þar verður farið yfir ræktunarárið og helstu viðurkenningar veittar en þær eru m.a. heiðursviðurkenning Félags Hrossabænda og ræktunarbú ársins 2020. Ákveðið var að hafa ráðstefnuna með þessu sniði í ljósi aðstæðna. Þátturinn er alls 47 mínútna langur og geymir ýmsan fróðleik sem enginn áhugamaður um hrossarækt ætti að láta fram hjá sér fara. Hér er hlekkur fyrir útsendinguna.
21.11.2020
Íslenski hesturinn hefur lifað í íslenskri náttúru um aldir og er sérlega vel í stakk búinn til að ganga úti allan ársins hring. Helstu kostir útigangs felast í frelsinu þar sem náttúrulegt atferli hrossa fær notið sín. Líkamlegum þörfum þeirra er einnig betur mætt á útigangi og ber þar fyrst að nefna hreyfinguna sem er öllum hrossum mikilvæg, einkum ungviðinu sem er að vaxa og byggja upp stoðkerfið. Næringarnám hrossa verður gjarnan fjölbreyttara og heilbrigðara og hrossin eiga auðveldara með hitastjórnun enda búin þykkum vetrarfeldi. Því er æskilegt að hross sem ekki eru notuð til reiðar séu haldin á útigangi og á það ekki síður við um folöld en önnur hross. Ekki er æskilegt að halda fylfullar hryssur á húsi né láta þær kasta í aðþrengdu umhverfi hesthúsa.
Hross eru allt sumarið að undirbúa sig fyrir komandi vetur þó haustið sé mikilvægasti tíminn í því tilliti. Að hausti þurfa öll hross, sem ætlað er að ganga úti frameftir vetri eða vetrarlangt, að hafa aðgang að góðri beit og mikilvægt að þau nái að safna nokkrum fituforða. Fitulag undir húð er einangrandi og eins þurfa hross á fitu að halda til brennslu á meðan stórviðri ganga yfir.
30.10.2020
Stjórn Félags hrossabænda hefur boðað til formannafundar 7. nóv
22.04.2020
Ákveðið hefur verið að blása til landssýningar á kynbótahrossum laugardaginn 27. júní á Gaddstaðaflötum við Hellu. Þar verða 10 efstu hross landsins, eftir dóma vorsins, ítarlega kynnt og verðlaunuð, í öllum flokkum hryssna og stóðhesta. Einnig verður um afkvæmasýningar að ræða en þeir stóðhestar sem eiga rétt á
18.04.2020
Sú ákvörðun hefur verið tekin af Landssambandi hestamannafélaga, Félagi hrossabænda og Rangárbökkum, þjóðaleikvangi íslenska hestsins ehf. að fresta Landsmóti hestamanna sem fara átti fram á Hellu dagana 6. – 11. júlí. Í samráði við hestamannafélagið Sprett
25.03.2020
Það er óhætt að segja að það reyni á landsmenn þessa dagana og því mikilvægt að hafa helstu og bestu upplýsingar samanteknar og aðgengilegar. Í ljósi þessarar stöðu hefur verið sett á laggirnar viðbragsteymi á vegum bænda sem mun vakta alla framvindu í þessum erfiðu aðstæðum og hafa bestu upplýsingar á hverjum tíma
22.03.2020
Nú nýverið lauk fundarferð um málefni hrossaræktarinnar en Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur fóru í sína árlegu fundarferð um landið í febrúar og mars. Alls fóru þeir á átta staði um allt land og hittu samtals hátt í þrjúhundruð manns.
20.03.2020
Lokahnykkur rannsóknar á sumarexemi í íslenskum hestum hófst á mánudaginn þegar 27 bólusettir hestar voru fluttir úr landi.
Hópur íslenskra hesta var fluttur út til svokallaðra „flugusvæða“ í Evrópu, 25 til Sviss og tveir til Suður-Þýskalands, á mánudaginn. Þetta er lokahnykkur rannsóknar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og samstarfsaðila á sumarexemi í íslenskum hestum.
17.02.2020
Fundir um málefni hrossaræktarinnar hefjast fljótlega en Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson hrossaræktarráðunautur verða á ferðinni um landið og kynna það sem er efst á baugi. Helstu málefni sem tekin verða fyrir á fundunum eru m.a. eftirfarandi: