Upplýsingasíða BÍ um kórónuveiruna

Það er óhætt að segja að það reyni á landsmenn þessa dagana og því mikilvægt að hafa helstu og bestu upplýsingar samanteknar og aðgengilegar. Í ljósi þessarar stöðu hefur verið sett á laggirnar viðbragsteymi á vegum bænda sem mun vakta alla framvindu í þessum erfiðu aðstæðum og hafa bestu upplýsingar á hverjum tíma

Fundarferð um málefni hrossaræktarinnar

Nú nýverið lauk fundarferð um málefni hrossaræktarinnar en Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda og Þorvaldur Kristjánsson, hrossaræktarráðunautur fóru í sína árlegu fundarferð um landið í febrúar og mars. Alls fóru þeir á átta staði um allt land og hittu samtals hátt í þrjúhundruð manns.

Hross bólusett gegn sumarexemi flutt úr landi

Lokahnykkur rannsóknar á sumarexemi í íslenskum hestum hófst á mánudaginn þegar 27 bólusettir hestar voru fluttir úr landi. Hópur íslenskra hesta var fluttur út til svokallaðra „flugusvæða“ í Evrópu, 25 til Sviss og tveir til Suður-Þýskalands, á mánudaginn. Þetta er lokahnykkur rannsóknar Tilraunastöðvar Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og samstarfsaðila á sumarexemi í íslenskum hestum.