Aðalfundur 13 nóv

Boðað hefur verið til aðalfundar Félags hrossabænda í Guðmundarstofu (félagsheimili Fáks Víðidal) laugardaginn 13. nóvember og hefst fundurinn kl 10:30. Hlökkum til að hittast og fara yfir málin. Bestu kveðjur Stjórnin

Fundur um félagsmál hrossabænda Í Rangárhöllinni

Fundur verður í Rangárhöllinni í kvöld kl 20:00 (25.okt) . Á fundinum, sem er öllum opinn og haldinn af Hrossaræktarsamtökum Suðurlands verður farið yfir þær breytingar sem orðnar eru á félagskerfi Bændasamtaka Íslands og hvaða áhrif þær hafa á Félag hrossabænda. Mikilvægt er að félagsmenn og aðrir hesteigendur kynni sér þær breytingar sem framundan eru. Frummælendur á fundinum eru Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda og Unnsteinn Snorri Snorrason, starfsmaður Bændasamtaka Íslands.

Málefni hrossaræktarinnar og hestamanna - Fundarferð um landið

Almennir fundir um málefni hrossræktarinnar og félagsstarfsins verða haldnir um landið í október, þegar Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Elsa Albertsdóttir ræktunarleiðtogi íslenska hestsins verða á ferðinni.