Útflutningur á fullu skriði

Það virðist ekkert lát vera á áhuga erlendis frá fyrir íslenska hestinum. Frá áramótum með útflutningi, sem fyrirhugaður er næsta þriðjudag 30 mars, hafa alls verið flutt úr landi 1076 hross. Til samanburðar voru flutt úr landi árið 2020 alls 2324 hross sem er mestur fjöldi útfluttra hrossa síðan 1997 og árið 2019 voru hrossin 1509. Það stefnir því í annað met ár ef fram heldur sem horfir í heildarfjölda útfluttra hrossa miðað við þessar tölur fyrstu þrjá mánuði ársins. Mesta aukning er í fjölda hryssna og geldinga miðað við sama tíma í fyrra. Frá jan - mars loka í fyrra voru 107 stóðhestar fluttir úr landi, 147 geldingar og 240 hryssur alls 494 hross. Fyrir sama tímabil nú eru stóðhestarnir 125, geldingar 442 og hryssur 509.