16.05.2021
Á Fjórðungsmóti Vesturlands í Borgarnesi daganna 7-11 júlí hefur verið ákveðið að hluti dagskrár verði Landsýning á kynbótahrossum. Eigendum tíu efstu hrossa í öllum flokkum hryssna og stóðhesta eftir dóma vorsins gefst þar kostur á að koma og kynna sína gripi. Viðburðurinn verður vel kynntur, sýningin tekin upp og steymt þannig að hægt verður að fylgjast með Landssýningu kynbótahrossa um víða veröld.
f.h Félags hrossabænda og Ráðgjafamiðstöðvar landbúnaðarins
Sveinn Steinarsson og Elsa Albertsdóttir.
16.05.2021
Nú fer að líða að því að kynbótasýningar ársins fari að hefjast og er stefnt á 11 sýningar víðs vegar um landið. Fyrirkomulagið er með hefðbundnu sniði eins og undanfarin ár þar sem stefnan hefur verið tekin á að draga úr fjölda sýningarstaða til að reyna að stemma stigu við kostnaði við sýningar auk þess að með því móti er enn betur hægt að svara kröfum um frekari stöðlun sýningarstaða.
03.05.2021
Hér má sjá myndband þar sem Elsa Albertsdóttir ræktunarleiðtogi íslenska hestsins kynnir þá stóðhesta sem hlutu afkvæmaverðlaun á árinu 2020. Alls voru þetta 6 hestar sem hlutu fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og 5 hestar sem hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Efstu hestar í báðum flokkum, þeir Skaginn frá Skipaskaga og Skýr frá Skálakoti, hlutu Orrabikarinn og Sleipnisbikarinn á Landssýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum árið 2020.