16.11.2022
Fagráð í hrossarækt hefur valið þau hrossaræktarbú sem tilnefnd eru til árlegrar heiðursviðurkenningar Bændasamtaka Íslands, ræktunarbú ársins
04.04.2022
Þann 25 mars síðastliðin var undirritaður nýr samningur í Matvælaráðuneytinu, um markaðsverkefnið Horses of Iceland. Samkvæmt samningnum mun ráðuneytið verja allt að 25 milljónum gegn jafnháu mótframlagi aðila úr greininni næstu þrjú ár. Tilgangur verkefnisins er að byggja upp orðspor íslenska hestsins á völdum erlendum mörkuðum til að leggja grunn að aukinni verðmætasköpun og útbreiðslu hestsins á heimsvísu. Íslandsstofa annast rekstur verkefnisins sem hefur verið starfrækt frá því árinu 2016. Þau félagasamtök sem koma að verkefninu eru Landssamband hestamannafélaga, Félag tamningamanna og Félag Hrossabænda sem er nú Deild Hrossabænda, en félagið hefur stutt verkefnið frá upphafi.
Frá því verkefnið hófst hefur náðst góður árangur í markaðsstarfinu og útflutningur aukist á ný, eftir samdrátt árin á undan. Síðastliðið ár var metár í útflutningi íslenskra hrossa, en alls voru 3341 hross flutt úr landi.
Jelena Ohm, verkefnastjóri Horses of Iceland hjá Íslandsstofu: „Það er mjög ánægjulegt að geta tryggt áframhaldandi markaðsstarf í þágu íslenska hestsins og hagsmunaaðila í greininni. Það hefur verið mikill stígandi í starfinu og aukinn áhugi á þessum knáa hesti. En það er enn starf að vinna og tækifæri til að sækja á nýja markaði.“
Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra:„Það er ljóst að það samhæfða markaðsstarf sem Horses of Iceland hefur staðið fyrir síðastliðin fjögur ár hefur borið árangur og því er það í senn ánægjulegt og mikilvægt að styðja við það áfram.“
03.04.2022
Regarding the video “Iceland - Land of the 5000 blood mares” made by AWF/TBS (ANIMAL WELFARE FOUNDATION / TIERSCHUTZBUND ZURICH):
The Horse Breeders Association of Iceland condemns all ill treatment of animals.
The Icelandic Food and Veterinary Authority which oversees the operation, has referred an investigation on the alleged ill treatment of blood harvesting mares, which was revealed in the aforementioned video, to the police.
In December, a taskforce was appointed by the Minister of Food, Fisheries, and Agriculture, to examine all aspects of the case. Following this review, a decision will be made on the future of this farming, and Parliament will decide whether this will be banned.
The board of the Horse Breeders Association submits comments to the committee and the public will also be given the opportunity to comment on the group's work and proposals on the Government's Consultation Portal when they are available. The group is due to submit its proposals to the minister before June 1st, 2022.
11.02.2022
Sú breyting var samþykkt á aðalfundi Félags hrossabænda 11. des s.l að félagið flytti starf sitt formlega yfir í Bændasamtök Íslands, sem þýðir að áður nefnt Félag hrossabænda er nú, Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands. Það þýðir í raun ekki mikla breytingu á starfi eða áherslum félagsins, en það er breyting á aðild félagsmanna. Þau sem áður voru félagar í Félagi hrossabænda færast ekki sjálfkrafa yfir í Deild hrossabænda, heldur þarf fólk að skrá sig sjálft. Þau sem stunda blandaðan búskap skrá sig í deildir innan BÍ eftir hlutfallslegu umfangi í hverri grein. Formleg breyting Félags hrossabænda yfir í Deild hrossabænda átti sér stað um áramótin sl.