Búgreinaþing (aðalfundur) Deildar hrossabænda 4. mars 2022

Sú breyting var samþykkt á aðalfundi Félags hrossabænda 11. des s.l að félagið flytti starf sitt formlega yfir í Bændasamtök Íslands, sem þýðir að áður nefnt Félag hrossabænda er nú, Deild hrossabænda innan Bændasamtaka Íslands. Það þýðir í raun ekki mikla breytingu á starfi eða áherslum félagsins, en það er breyting á aðild félagsmanna. Þau sem áður voru félagar í Félagi hrossabænda færast ekki sjálfkrafa yfir í Deild hrossabænda, heldur þarf fólk að skrá sig sjálft. Þau sem stunda blandaðan búskap skrá sig í deildir innan BÍ eftir hlutfallslegu umfangi í hverri grein. Formleg breyting Félags hrossabænda yfir í Deild hrossabænda átti sér stað um áramótin sl.