Fundarherferð með nýjum formanni og ræktunarleiðtoga íslenska hestsins

Fundarferð með Elsu Albertsdóttur ræktunarleiðtoga íslenska hestsins og Nönnu Jónsdóttur formanni fagráðs í hrossarækt og deildar hrossabænda Bændasamtaka Íslands.

Vegna tilnefninga til ræktunarbús ársins

Búgreinadeild hrossabænda Bændasamtaka Íslands vill koma á framfæri að á Búgreinaþingi Hrossabænda 2023 var samþykkt að forsenda tilnefningar til ræktunarbús ársins miðist við fulla félagsaðild í Bændasamtökunum fyrir 1. maí ár hvert. Ekki er gerður greinarmunur á hvort ræktandi sé persóna eða skráð kennitala fyrirtækis. Aðrar forsendur fyrir tilnefningu eru óbreyttar. Stjórn Búgreinadeildar hrossabænda.