Fundargerð:
Aðalfundur FHB haldinn laugardaginn 13.02 2021 í fjarfundarbúnaði.
Sveinn formaður setti fundinn og bauð fundarmenn velkomna og skýrði út sem ljóst var öllum hver ástæða fundarformsins væri að þessu, að því loknu skipaði hann Vigni Sigurðsson sem fundarstjóra og Eystein Leifsson sem fundarritara.
Vignir tók við fundarstjórn og gaf Sveini Steinarssyni formanni orðið sem flutti skýrslu stjórnar.
Sjá skýrlslu:
Umræða um skýrslu stjórnar:
Guðný Helga tók til máls og þakkaði stjórn fyrir það framtak að halda landssýningu og spurði hvort stjórn hefði tekið ákvörðun um framhald hennar og hvort þetta sýningarform muni verða á komandi landsmótum.
Hún varpaði þeirri spurningu hvort stjórn hefði eitthvað rætt hvort áhyggjur skuli hafa á sölu allra þeirra góðu stóðhesta sem farið hafa undanfarið úr landi, telur að sú umræða hafi orðið meðal ræktenda hvort við þurfum að hafa áhyggjur af þessum málum.
Sveinn svaraði því og sagði ekkert ákveðið í málefnum landssýningu það yrði að ræða betur og ákveða en þó hafið þetta verið rætt með aðkomu að fjórðungsmót 2021.
Sveinn sagði stjórn ekki hafa rætt mál er varða sölu á stóðhestum neitt sérstaklega.
Sonja Líndal spyr hvert muni þá form sýninga á þeim hrossum sem eiga þátttöku rétta á FM ef landssýning verður líka, munu þá hross sem eiga þátttökurétt beggja megin koma oft fram og er það æskilegt spyr hún?
Sveinn sagði að þetta sé allt á umræðustigi og hafi m.a komið til tals að hafa landssýninguna sér eins og 2020 en þær dagsetningar sem komið hafi til greina hafi verið umsetnar fyrir aðra viðburði.
Vignir Sigurðsson gjaldkeri fór yfir ársreikning 2019, þar sem var tap upp á rúmar 1,5 miljón en einu tekjur félagsins eru félagsgjöld í gegnum aðildarfélög FHB, rúmar 19 mil eru til í sjóði en gengið hefur verið á sjóði þess undangenginna nokkura ára v/aðkomu félagsins að markaðsverkefninu Horses of Iceland.
Engar umræður urðu um reikninga og voru þeir samþykktir samhljóða.
Vignir fór lauslega yfir stöðu reikninga fyrir 2020, tekjur munu dragast saman þar sem félagsmönnum hefur fækkað en félagsgjöldin hækkað um 1.000 kr
Sveinn benti á að tekin hefði verið sú ákvörðun að á þeim tíma að taka myndarlega þátt í HOI og þar með þörf á að ganga á sjóði félagsins í ljósi þess að búnaðargjaldið féll niður sem tekjur til félagsins, en nú glitti í meira jafnvægi í rekstri félagsins með hagræðingu í rekstri.
8. HOI:
Sveinn kynnti okkur stöðu mála er varðar nýjan samning við stjórnvöld, þetta hófst allt árið 2015 að leitað var til stjórnvalda þess efnis að þau kæmu með hagsmunaaðilum hestamanna að víðtækri kynningu á íslenska hestinum, sem tókst og þeim kafla lauk 2019 með áframhaldi í 18 mánuði með það aukafjármagn sem ónotað var af opinbera fénu .
Nú er hins vegar staðan sú að stjórnvöld eru jákvæð eftir að fulltrúar LH, FHB, FEIF og FT funduðu með ráðherra málaflokksins og virðist sem það sé raunin að áframhald verði á, fyrirliggur að senda formlegt erindi til ráðuneytis, en auk þess er um 60 aðilar úr greininni sem eru aðilar að verkefninu.
Sveinn lagði fram tillögu fyrir fundinn að FHB muni leggja 3 miljónir í verkefnið í stað fjögurra miljóna eins og verið hefur, en það hafi í raun alltaf verið meðvituð ákvörðun að félagið muni hægt og bítandi draga úr fjárframlagi til verkefnisins eins og kostur er. Fundarstjóri leggur þetta fram sem tillögu til fundarins frá stjórn en þó háð því að verkefnið fái brautargengi hins opinbera.
Tillagan samþykkt samhljóða.
Gunnar Þorgeirsson formaður Bændasamtaka Íslands ávarpaði fundinn, hann fór yfir það hversu félagskerfi BÍ væri flókið þar sem allir eru að vinna hver í sínu horni i stað þess að allar búgreinar hefðu beina aðild að BÍ og síðan störfuðu búgreinarnar hvert í sinni deild innan B.Í
Í því samhengi nendi hann að umhverfisstefna bænda yrði að vera unnin sameiginlega í stað þess að allir vinni hvert að sinni stefnu og þar með verði hlutirnir bæði flóknir og dýrir.
Hans sýn er allir bændur með stóru B-i allir vinni saman að hagsmunum allra bænda, saman séum við sterkari og betri. Hann ræddi og útskýrði að bein aðild félaganna að B.Í sé svo ólík og sumhver svo flókin að nauðsynlegt sé að einfalda og samræma.
Gunnar spurði út í gjald stofnverndarsjóðs sem ekki hefur verið innheimt um tíma.
Sveinn tók undir með Gunnari og fagnar því að verið sé að skoða samlegð og einfaldleika í félagskerfi landbúnaðarins en sú vinna sé ærin og ekki auðveld.
Sveinn ræddi það gjald stofnvernarsjóðs sem innheimt var í gegnum hestapassa útfluttra hrossa en það gjald var fært frá B.í en hefur ekki verið innheimt í alllangan tíma.
Guðný Helga ræddi það að ekki væri æskilegt að málefni blóðbænda væri utan FHB. Benti hún einnig á að FHB ætti ekki að standa að markaðsetningu á kjöti og kostnað við það heldur væri það í höndum afurðarstöðva sem selja kjötið.
Vignir ræddi það hvort það fari saman markaðsmál á reiðhestum og afreksshrossum innan B.Í samhliða markaðsmálum á kjötafurðum og munu þeir hrossaræktendur sem ekki búa á lögbýli sjá hag sínum innan B.Í eða á FHB meiri samleið með hestasportinu þ.e.a.s LH þetta komi alltaf upp.
Gunnar segir það svo mikilvægt að vinna heilstætt að málefnum bænda t.d kolefnisspori því öllu sem mislaga fer sé bændum kennt um, hvort sem það séu einstaklingar sem haldi fáar skepnur eða bændur með eigin rekstur
Þónokkur umræða varð um til dæmis hversu hátt hlutfall blóðbænda er í FHB eða eru þeir í B.Í í gegnum önnur sambönd, því heilmikil umræða í greininni svo ekki sé minnst á þjóðfélaginu með starf og ímynd þeirra starfsemis. Þeir hafa aðeins fáir gengið í félagið og ekki enn stofnað með sér eigið félag sem gæti þá verið jafnvel innan FHB.
Sveinn sagði lagalega stoð til að innheimta gjald af hrossaafurðum til markaðsetningar á þeim ekki hafa lagalegan grundvöll og þeir sem vinna að reiðhestaræktun ekki tilbúnir að fé félagsins fari til þeirra verkefna sem skiljanlegt sé því megin verkefni félagsins sé verkefni hrossa til reiðar og kynbóta en ekki til manneldis.
Gunnar kvaddi með þeim orðum að bændur yrðu að standa saman að sínum málefnum auka gagnaöflun í íslenskum landbúnaði, þarfir og eftirspurn því svörin væru því miður ekki á reiðum höndum hjá okkur sjálfum en við þyrftum að vinna ´áfram veginn“
Fundarstjóri gerði 10 mín hlé
Fundarstjóri setur fundinn á nýju og bauð Elsu Albertsdóttir ræktunarleiðtogi velkomna að flytja sína kynningu
Elsa fór yfir það sem á hennar daga hefur drifið í sínu starfi eftir að hún tók við í Október, unnið hefur verið að uppgjöri seinasta sýningarárs auk frágangs á dómarablaði eftir breytingu á dómskalanum sem gerð var á seinusta ári.
Samræmingarnámskeið þar sem allir dómarar dæma eftir myndböndum til samræmis, svo er unnið að útreikningum á því hverju breytingarnar hafi skilað okkur við
Mikill tími í alþjóðastarf FEIF
Hestanafnanefnd vinnur að þeim reglum að viðhöfð sé íslenskt mál og stafsetning og virðist sem erlendir aðilar virði ákvörðun nefndarinnar betur en innlendir aðilar.
Elsa hefur unnið þónokkuð að vísindaverkefnum á þeim tíma sem hún hefur sinnt því
Skipulagning á sýningum sumarsins er mjög háð ástandi á covid eins og staðan er og er því margar áætlanir í gangi.
Passað verði upp á að dómnefndir verði skipaðar í góðu jafnvægi og sem flestir öðlist reynslu.
Sonja Líndal spurði Elsu um landssýningu í sumar í tengslum við FM.
Elsa er efins að Landssýning auk sýning kynbótahrossa úr fjórðungi þess fari saman og verði það ofhlaðið og ruglingslegt, frekar væri um úrvalssýningu hrossa úr þeim fjórðungi einungis.
Sveinn tekur undir þetta og segir hugmyndina að landssýningu góða en þó verði að skoða það vel að henni sé ekki bætt við í ofhlaðna dagskrá.
Vangaveltur urðu hjá fundarmönnum ef landssýning á milli LM eigi að vera á FM muni það gerast á Héraði eða í Hornafirði að menn fari þangað með sín bestu hross.
Elsa veltir því upp hvort ekki þurfti að taka heildstætt sýningarform til framtíðar ekki bara útfrá fjórðungsmóti sumarsins.
Sitt sýndist hverjum hvort landssýningarformið ætti heima á landsmóti t.d væri algengt að ungu hrossin væru að springa út og hækka verulega í endurdómum á LM
Sveinn kynnti framkvæmd upptöku á kynbótasýningum síðastliðið sumar, en all flestar sýningar vorsins voru teknar upp og m.a öll þau 170 hross sem annars hefðu unnið sér þátttökurétt á LM 2020.
Sveinn tjáði fundarmönnum að Eiðfaxa menn væru búnir að segja sig frá þeim möguleika að taka upp sýningar í sumar en Alendis væri tilbúið í verkið en þetta er ákvörðun og algjörlega ákvörðun RML hvað gert verður, Sveinn spyr hvað finnst fundarmönnum?
Guðrúnu Helgu finnst þetta sjálfsagt mál og auki þjónustu og sýnileika kynbótagripanna, Vignir tók undir með henni.
Elsa segir að upp hafi komið sjónarmið eins og:
-Vill viðkomandi senda sýningu af þér og þínu hrossi í beinu streymi
-Þetta er búfjársýning
-Mun þetta hefta nýliðun knapa til sýninga
Sveinn beinir því til fundarins að taka ákvörðun eða hafa skoðun á því hvort hann styðji við og lýsi yfir ánægju með að RML gangi til viðræðu við Alendis um upptökur og streymi frá sýningum sumarsins.
Ákveðið að stjórn vinni að ályktun fundarins til RML hún verði send til félaganna til yfilestrar eftir fundinn.
Samþykkt samhljóða að félagsgjaldið verði óbreytt.
Gengið til kosninga, Vignir Sigurðsson og Jón Bjarni Þorvarðarson gefa báðir kost á sér til endurkjörs og voru þeir kosnir með öllum greiddum atkvæðum
Sigríkur Jónsson, Einar Ben Þorsteinsson og Sigurgeir Þorsteinsson eru varamenn,
Sigríkur og Sigurgeir gefa kost á sér áfram en Einar Ben hættir, Sonja Líndal býður sig fram þessi þrjú kosin með öllum greiddum atkvæðum
Birna Hauksdóttir og Zophanías Jónmundsson kosin áfram sem skoðunarmenn félagsins.
Önnur mál:
Sonja Líndal ræddi það hvort ekki væri hægt að laga það umráðamaður geti skráð og afskráð hross úr og í sinnu umsjá í WF.
Elsa ræddi þetta og ætlar að koma þessu áfram til umráðamanna WF
Sigríkur ræddi ættlaus hross í WF, t.d þegar þau eru flutt út að ekki sé verið að skálda upp ættir frekar en að setja óþekkt inn í þann reit, einnig er varða það að skrá sláturfolöld sem verið er að skrá allavega í stað þess að bóndinn bara staðfesti gripinn án skráningar.
Elsa sagði að til að hestur teljist hreinræktaður íslenskur sé hægt að rekja ættir til Íslands, en hún telji að til framtíðar ættum við eingöngu að flytja út dna greind hross úr landi, þannig er það t.d með öll hross sem koma erlendis til kynbótadóms.
Elsa fékk nokkrar spurningar er varðar skráningu á útfluttum hrossum, þ.e.a.s að hægt sé í sumum tilvikum að hafa hross áfram í heimaréttinum sé hrossið í eigu þess áfram á erlendri grundu og geti svo fært hann sjálfur eftir sölu. Líka er varðar það öryggi að hestur sé ekki fluttur út að hlutaðeigandi forspurður og gefi ekki leyfi til þess.
Sigríkur beindi þeirri spurningu hvort allir fulltrúar FHB væru félagar þess? Einnig að haft væri meira samráð við aðildarfélögin við skipan í fagráðs og þannig myndist betra og meira samband við grasrótina.
Að lokum sagði Sveinn nokkur orð, þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund og sleit fundi.