Búgreinadeild hrossabænda Bændasamtaka Íslands vill koma á framfæri að á Búgreinaþingi Hrossabænda 2023 var samþykkt að
forsenda tilnefningar til ræktunarbús ársins miðist við fulla félagsaðild í Bændasamtökunum fyrir 1. maí ár hvert. Ekki er gerður greinarmunur á hvort ræktandi sé persóna eða skráð kennitala fyrirtækis. Aðrar forsendur fyrir tilnefningu eru óbreyttar.
Hér má sjá allar forsendur í heild sinni https://www.bondi.is/bugreinadeildir/hrossabaendur/reglur-um-fagrad-um-raektunarbu
Stjórn Búgreinadeildar hrossabænda