Jólakveðja frá Félagi hrossabænda

Kæru félagar og samstarfsaðilar Félag hrossabænda óskar ykkur öllum gleðilegra jóla og heillaríks nýárs.
Bestu þakkir fyrir ánægjulegt samstarf á árinu sem nú er að líða.
Ég vil minna ykkur á að um áramót og þrettándann verða hross fyrir miklu áreiti af flugeldum hvort sem þau eru á húsi eða útigangi. Vil ég þess vegna hvetja ykkur til að gera viðeigandi ráðstafanir svo hrossin finni sem minst fyrir áreitinu og fari sér ekki að voða.
Með hátíðarkveðju,
f.h Félags hrossabænda

Sveinn Steinarsson formaður.