Það er óhætt að segja að það reyni á landsmenn þessa dagana og því mikilvægt að hafa helstu og bestu upplýsingar samanteknar og aðgengilegar. Í ljósi þessarar stöðu hefur verið sett á laggirnar viðbragsteymi á vegum bænda sem mun vakta alla framvindu í þessum erfiðu aðstæðum og hafa bestu upplýsingar á hverjum tíma aðgengilegar.
Þannig munu Bændasamtök Íslands fylgjast náið með þróun mála vegna áhrifa kórónuveirunnar á landbúnað og starfsemi bænda.
Viðbragðsteymið hefur það hlutverk að samhæfa aðgerðir bænda, vera í samskiptum við stjórnvöld, koma á afleysingaþjónustu og miðla upplýsingum um það sem varðar landbúnað.
Ég vil því benda fólki á upplýsingarsíðu Bændasamtaka Íslands þar sem ávallt verða nýjustu upplýsingar varðandi það sem snýr að bændum og þeim sem halda hross.
Með góðri kveðju
Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda.